Íraska ríkissstjórnin kennir stuðningsmönnum Saddams Hussein um hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Þetta er skæðasta einstaka hermdarverk sem framið hefur verið í landinu síðan ráðist var þar inn vorið 2003. Nuri al-Maliki forsætisráðherra lofaði stórhertum aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum en hann hefur áður haft slík loforð í frammi án þess að þau hafi skilað árangri. Um eitt þúsund manns hafa látið lífið undanfarna viku í sjálfsmorðsárásum, skotárásum og bardögum á milli hermanna og uppreisnarmanna að því er Reuters-fréttastofan hermir.
Þúsund fallnir á einni viku
