Erlent

Líkamsþyngd hefur mikil áhrif á krabbamein

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Líkamsþyngd hefur meiri áhrif á krabbamein en áður var talið, samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóða krabbameinssamtakanna.

Í skýrslunni segir að mikilvægt sé að fólk haldi sér í kjörþyngd til þess að forðast krabbamein. Þá eigi fólk að forðast sykraða drykki og áfengi og sneiða hjá feitum mat svo sem beikoni og skinku.

Í skýrslunni voru skoðaðar sjö þúsund rannsóknir sem gerðar voru á fimm ára tímabili. Talið er að þetta sé umfangsmesta skýrsla sem gerð hefur verið á áhrifum lífstíls á heilsu hingað til.

Í skýrslunni segir jafnframt að líkamsfita sé grundvallarþáttur í þróun krabbameins og mun stærri þáttur en áður var talið.

Martin Wiseman, einn af höfundum skýrslunnar segir að krabbamein þurfi ekki að vera óumflýjanleg örlög heldur velti sjúkdómurinn á því hversu mikla áhættu fólk sé tilbúið til að taka. Hann segir að í 30% tilfella sé mögulegt að koma í veg fyrir krabbamein ef fólk lifir heilbrigðum lífstíl. Engu að síður eru tæp 70% krabbameinstilfella ekki tengd lífsstíl og lítið hægt að gera til að koma í veg fyrir þau tilfelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×