Enski boltinn

Robson vill stýra Sheffield Utd.

Bryan Robson er að snúa aftur í enska boltann.
Bryan Robson er að snúa aftur í enska boltann. MYND/Getty

Bryan Robson, fyrrum þjálfari Middlesbrough og WBA, hefur staðfest að hann hafi mikinn áhuga á að taka við stjórn Sheffield United og er búist við því að hann verði formlega kynntur sem næsti knattspyrnustjóri liðsins á næstu tveimur sólarhringum.

Robson hefur verið í fríi frá fótboltanum frá því snemma á síðasta ári, en þá var hann látinn fara frá WBA eftir að hafa bjargað liðinu frá falli úr úrvalsdeildinni árið áður. Hann tæki við starfi Neil Warnock hjá Sheffield United, en hann lét af störfum eftir að lið hans féll úr úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

"Ég sagði þegar ég yfirgaf WBA að ég myndi vilja snúa aftur í boltann eins fljótt og auðið er. Ég nýt þess að þjálfa leikmenn. Sheffield United er stórt félag og yrði mikil áskorun fyrir mig," segir Robson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×