Erlent

Bush boðar aðgerðir gegn yfirvöldum í Myanmar

George W. Bush.
George W. Bush. MYND/AP

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ætlar á morgun að tilkynna um hertar aðgerðir gegn stjórnvöldum í Myanmar. Aðgerðunum verður beint að helstu leiðtogum landsins en ólga hefur verið í Myanmar síðustu daga í kjölfar mótmæla sem búddamunkar standa fyrir.

Bush mun halda ræðu á morgun í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York og þá er búist við því að hann greini frá áætlununum. Á meðal þess sem gripið verður til er að banna æðstu mönnum í stjórnkerfi Myanmar að fá vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og mun bannið einnig ná til fjölskyldna þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×