Írönsk stjórnvöld krefjast þess að Bandaríkjamenn láti þegar lausa fimm Írana sem hersveitir þeirra tóku höndum í norðurhluta Íraks á fimmtudaginn.
Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins segir mennina sendifulltrúa á vegum ráðuneytisins. Bandaríkjamenn segja þá hins vegar tengjast írönskum samtökum sem útvegi andspyrnumönnum í Írak vopn.