Atli Heimisson, leikmaður ÍBV, skoraði í kvöld eitt mark í æfingaleik með sænska liðinu Enköping þar sem hann hefur verið til reynslu.
Enköping lék gegn Assyriska en Andri skoraði jöfnunarmark fyrrnefnda liðsins eftir að Assyriska komst yfir. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Atli skoraði með laglegu vinstrifótarskoti eftir góðan sprett frá hægri kantinum.
Alls léku tíu leikmenn sem eru til reynslu með Enköping leikinn í kvöld.