Erlent

Erfðaskrá Bhuttos opnuð í dag

Búist er við að Benasír Bhutto hafi tilnefnt eftirmann sinn sem formanns Þjóðarflokks Pakistans í erfðaskrá sinni sem verður opnuð í dag. Valið er talið standa á milli eiginmanns hennar, Asifs Alis Zardaris, sons þeirra, Bilals, sem er nítján ára og helsta ráðgjafa hennar, sem heitir Makhdoom Amin Fahim.

Miklar deilur standa um það milli stjórnvalda og Þjóðarflokksins hvað nákvæmlega dró Bhutto til dauða. Stjórnvöld segja að hún hafi höfuðkúbubrotnað þegar sprengja sprakk við bílinn sem hún var í, og höfuðið þá rekist harkalega í málmbút. Fólk sem var með Bhutto í bílnum segir að kúla hafi hæft hana í hálsinn. Nýjar myndir af vettvangi benda til þess að tilræðismennirnir hafi verið tveir, annar með byssu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×