Erlent

Þúsundir viðstaddir útför Bhutto

Sextán eru látnir í það minnsta í róstrum sem hófust í Sindh héraði í Pakistan í kjölfar morðsins á Benazir Bhutto. Útför hennar fer nú fram í heimabæ hennar en Bhutto verður lögð til hinstu hvílu við hlið föður síns sem einnig féll fyrir morðingjahendi en hann var forsætisráðherra Pakistans og sá fyrsti sem kjörinn var í lýðræðislegri kosningu.

Þúsundir manna eru viðstaddir útförina og fylgjast með eiginmanni hennar, Asif Ali Zardari fylgja kistunni að grafhýsi fjölskyldunnar.

Innanríkisráðherra Sindh héraðs segist óttast að átökin muni stigmagnast þegar líður á daginn og óttast er að fleiri eigi eftir að falla. Á meðal hinna látnu eru þrír lögreglumenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×