Erlent

Bhutto flutt á heimaslóðir

Benazir Bhutto
Benazir Bhutto

Lík Benazir Bhutto var í kvöld flutt af sjúkrahúsi en þaðan verður hún færð til Larkana sem er heimabær hennar.

Bhutto sem er fyrrverandi leiðtogi stjórnarandsöðunnar í Pakistan var myrt í morgun en mikil læti voru þegar verið var að flytja kistuna af sjúkrahúsinu. Fólk gat séð líkið sem var hulið hvítum klæðum þar sem kistan var með glerglugga.

Pakistanska þjóðin er harmi slegin vegna morðsins og hefur lögregla þurft að grípa inn í mótmæli í fjölmörgum bæjum í landinu. Margir hafa safnast fyrir utan heimili Bhutto og búist er við fjölda fólks sem fylgja mun henni til grafar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×