Erlent

Brasílískur jólasveinn í kúlnahríð

Bófaflokkur í fátækrahverfi í Ríó de Janeiró í Brasílíu hóf í gær skothríð úr vélbyssum á þyrlu sem sveimaði yfir hverfinu þar sem þeir ráða lögum og lofum. Þetta þykir varla fréttnæmt í borginni en það sem ribbaldarnir vissu ekki var að um borð í þyrlunni var sjálfur jólasveinninn sem var á leið með pakka til fátækra barna í öðru fátæktarhverfi.

Mikil mildi þykir að flugmanni þyrlunnar hafi tekist að halda henni á lofti en þó þurfti hann að lenda henni á nálægum flugvelli. Þaðan ók svo jólasveinninn með pakkana til krakkana í leigubíl.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×