Erlent

Lífstíðarfangelsi fyrir misheppnað sprengjutilræði

Youssef al-Haj Deeb var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Beirút en hann kom fyrir dómara í Düsseldorf í dag þar sem hann er einnig ákærður fyrir sprengjutilræðin.
Youssef al-Haj Deeb var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Beirút en hann kom fyrir dómara í Düsseldorf í dag þar sem hann er einnig ákærður fyrir sprengjutilræðin. MYND/AP

Dómstóll í Beirút dæmdi í dag tvo líbanska karlmenn til fangelsisvistar, annan til lífstíðar en hinn í 12 ár, fyrir að leggja á ráðin um að sprengjuárás í lestum í Þýskalandi í fyrra.

Sá sem hlaut lífstíðardóm er í haldi þýskra yfirvalda en réttarhöld yfir honum þar í landi hófust í dag. Mennirnir tveir voru ákærðir fyrir tilraun til fjöldamorðs en þeir fóru með ferðatöskur með própangassprengjum um borð í tvær lestir sem lögðu upp frá Köln í júlí í fyrra.

Galli varð til þess að sprengjurnar sprungu ekki en saksóknarar í Þýskalandi segja að þær hefðu getað valdið miklu mannfalli.

Sá mannanna sem dæmdur var í 12 ára fangelsi í Líbanon sagði árásirnar hafa átt að vera vera hefnd fyrir Múhameðsteikningarnar svokölluðu sem birtar voru í Jótlandspóstinum og nokkrum öðrum evrópskum dagblöðum fyrir tveimur árum, en þær vöktu víða reiði í löndum múslíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×