Erlent

Kosning hafin hjá þjóðarráðinu

Kosning er hafin á þingi afríska þjóðarráðsins í Suður Afríku. Búist er við því að Jacob Zuma fari með sigur af hólmi gegn forseta landsins Tabo Mbeki. Nái Zuma kjöri sem leiðtogi þjóðarráðsins er fastlega búist við því að hann verði kjörinn forseti landsins í næstu kosningum 2009.

Afríska þjóðarráðið er stærsti stjórnmálaflokkur landsins en flokkurinn barðist gegn aðskilnaðarsefnu hvítra í landinu á sínum tíma. Nú eru átök innan flokksins en Mbeki sækist eftir kjöri í þriðja sinn. Leiðtogakjörið hefur mikil áhrif á það hver verður næsti forseti landsins. Mbeki hefur setið tvö kjörtímabil og getur því ekki boðið sig fram að nýju en sem leiðtogi þjóðarráðsins gæti hann beitt áhrifum sínum til að koma í veg fyrir að Jacob Zuma hreppi hnossið.

Mbeki hefur legiið undir ámæli fyrir að gera ekki nægilega mikið til þess að uppræta fátækt í landinu og stuðningsmenn Zuma hafa gagnrýnt hann harðlega. Zuma er hins vegar ekki óumdeildur heldur og á hann yfir höfði sér málsókn fyrir spillingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×