Erlent

Konungur Sádi-Arabíu náðar stúlku sem hafði verið nauðgað

Abdullah konungur Sádi-Arabíu hefur náðað 19 stúlku sem fyrr í vetur var dæmd í hálfs árs fangelsi og til 200 vandarhagga eftir að hópur manna hafði nauðgað henni.

Í dagblaðinu Al-Jazirah er greint frá þessu. Málið vakti mikla athygli og gagnrýndu fjölmargir þjóðarleiðtogar að stúlkunni skyldi refsað fyrir að hafa verið í bíl með karlmanni sem ekki var skyldur henni þegar henni var nauðgað.

Abdullah bin Muhammed al-Sheik, dómsmálaráðherra Sádi-Arabíu, sagði í samtalki al-Jazirah að náðun konungsins þýddi ekki að hann drægi störf dómara landsins í efa. Stjórnvöld störfuðu út frá því sem væri best fyrir þegnana og vildu lina þjáningar þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×