Erlent

María og Jósef fá fría gistingu yfir jólin

María og Jósef þurftu að gera sér fjárhúsið að góðu en nafnar  þeirra ættu ekki að lenda í því um þessi jólin.
María og Jósef þurftu að gera sér fjárhúsið að góðu en nafnar þeirra ættu ekki að lenda í því um þessi jólin.

Hótelkeðjan Travelodge í Bretlandi hefur ákveðið að bjóða öllum pörum sem bera skírnarnöfnin María og Jósef fría gistingu yfir jólin. Um 30 Maríur og Jósefar hafa þegar skráð sig til leiks en Hótelkeðjan segist með þessu vera að bera í bætifláka fyrir hóteliðnaðinn sem stóð sig ekki í stykkinu fyrir 2007 árum þegar María og Jósef komu alls staðar að lokuðum dyrum í Betlehem.

Pörin þurfa einfaldlega að sýna skilríki og einhverja sönnun þess að þau séu í raun og veru í sambúð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×