Erlent

Milljónir Múslima streyma til Mekka

Pílagrímar á bæn við Khaala steininn í Mekka.
Pílagrímar á bæn við Khaala steininn í Mekka.

Milljónir múslima hafa nú safnast saman í Mekka í Sádí Arabíu fyrir árlega trúarathöfn í borginni. Innanríkisráðuneyti landsins hefur lýst því yfir að öryggisvarsla verði stórhert í borginni en búist er við því að tvær og hálf milljón manna muni fara frá Mekka að Arafatfjalli þar sem athöfnin nær hámarki á þriðjudag.

Konungur Sádí Arabíu hefur boðið eitt þúsund gestum til athafnarinnar, meðal annars Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans. Heimsókn Ahmadinejads, sem er shítatrúar á meðan flestir Sádar eru súnní er sögð til vitnis um batnandi samskipti á milli þessara nágrannaríkja.

1,6 milljón múslima var komin til borgarinnar á föstudaginn og segir heilbrigðisráðuneyti landsins að þegar hafi um það bil 250 gestir látist, flestir af eðlilegum orsökum en margir pílagrímanna eru komnir til ára sinna. Pílagrímarnir hafast við í tjöldum í úthverfum Mekka en fyrir marga múslíma er pílagrímaför til Mekka hápunktur lífs þeirra en þar fá þeir tækifæri til þess að hreinsa sig af syndum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×