Erlent

Bush fordæmir steranotkun

Bush fordæmir steranotkun hafnaboltarmanna.
Bush fordæmir steranotkun hafnaboltarmanna.

George Bush Bandaríkjaforseti fordæmir steranotkun hafnaboltarmanna. Þetta kom fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu í dag, en nýlega kom út skýrsla þar sem 80 leikmenn í úrvalsdeildinni eru sakaðir um að nota stera.

„Forsetinn telur afar brýnt að hafnarboltadeildin taki á þessum vanda," sagði Scott Stanzel, talsmaður Hvíta hússins, í samtali við fjölmiðla. „Misnoktun stera sendir röng skilaboð til barnanna okkar um að það borgi sig að svindla til að ná árangri," sagði Stanzel enn fremur.

Þess má geta að Bandaríkjaforseti átti eitt sinn hafnarboltalið og er mikill áhugamaður um íþróttina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×