Erlent

Rothögg á suðurkóreska þinginu

Stjórn og stjórnarandstaða í Suður-Kóreu tókust harkalega á í orðsins fyllstu merkingu.
Stjórn og stjórnarandstaða í Suður-Kóreu tókust harkalega á í orðsins fyllstu merkingu. MYND/AP

Til átaka kom í suðurkóreska þinginu í dag þar sem slegist var um það að komast í ræðustól þingsins.

Slagsmálin brutustu út á milli stjórnar og stjórnarandstöðu vegna þess að stjórnarandstaðan hefur frá því í gær hindrað það að ríkisstjórnin geti knúið fram atkvæðagreiðslu. Hún snýst um það hvort höfða eigi mál á hendur hópi saksóknara sem fyrir sex árum leyndu upplýsingum um tengsl eins af leiðtogum stjórnarandstöðunnar og frambjóðanda í forsetakosningum, Lees Myungbak, við spillingu á hlutabréfamarkaði.

Ef ekki verður kosið um málið innan þriggja sólarhringa fellur það niður eftir því sem erlendir miðlar greina frá. Á það vildi stjórnarmeirihlutinn ekki hætta og því ruddust þingmenn hans upp í ræðustól og vildu stöðva ræðuhöld stjórnarandstæðinga. Svo harkalega var gengið fram að einn þingmaður var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús eftir kjaftshögg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×