Erlent

Engar líkur á lokaniðurstöðu á Bali

Síðasti dagur loftslagsráðstefnunnar á Bali er runninn upp og sem stendur eru engar líkur á að nein lokaniðurstaða fáist sem allar geta fellt sig við.

Sem fyrr eru Bandaríkjamenn sagðir draga lappirnar við að samþykkja áætlun sem skyldar þjóðir til að draga úr kolefnislosun um ákveðin prósent á næstu árum. En þjóðir eins og Indland og Kanada eru einnig mótfallar þessu. Bandaríkjamenn vilja að þjóðum sé í sjálfsvald sett hve mikið þeir draga úr losuninni.

Nú á síðustu klukkustundum ráðstefnunnar sitja menn sveittir á Bali og reyna að finna málamiðlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×