Erlent

Á þriðja tug látinn í kuldakasti í Bandaríkjunum

Á þriðja tug manna hafa látið lífið í miklum snjóstormi og kuldakasti sem herjað hefur á miðríki Bandaríkjanna að undanförnu.

Það eru einkum fylkin Kansas, Missouri, Nebraska og Oklahoma sem hafa orðið verst úti. Fjölmargir hafa látið lífið í bílslysum sem rekja má beint til veðurofsans. Rafmagn sló út á stórum svæðum eftir að rafmagnslínur slitnuðu vegna snjóþunga.

Í gær lýsti Bush Bandaríkjaforseti yfir neyðarástandi í Oklahoma en sex hundruð þúsund heimili og fyrirtæki þar voru án rafmagns. Samgöngur hafa legið niðri eða raskast verulega og yfir 250 flugum var aflýst á O'Hare flugvellinum í Chicago í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×