Erlent

Mannskæðar árásir í Amarra í suðurhluta Íraks

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/AP

Þrjátíu og níu hið minnsta eru látnir og 125 særðir eftir þrjú bílsprengjutilræði í borginni Amarra í suðurhluta Íraks í morgun.

Tvær bílsprengjur sprungu á bílastæði þar sem fjöldi verkamanna beið eftir farartæki til þessa að flytja þá til vinnu. Þriðja sprengjan sprakk þegar fólk hópaðist að til að kanna áhrif sprenginganna tveggja.

Tilræðin eru með þeim mannskæðustu í Írak á síðustu mánuðum. Vonir höfðu vaknað um að friðvænlegra væri í landinu eftir fá sprengjutilræði undanfarnar vikur en síðustu daga hafa uppreisnarmenn í landinu aftur látið til skarar skríða. Lítið hefur verið um átök ólíkra hópa í suðurhluta Íraks í samanburði við aðra hluta landsins en þó hafa fylkingar sjía barist um völdin á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×