Erlent

Skotárás á hús bæjarstjóra í Kaupmannahöfn

Seint í gærkvöld var 12 skotum skotið á hús í Höje Taastrup einu úthverfa Kaupmannahafnarborgar. Í húsinu býr Tina Jensen aðstoðarbæjarstjóri Höje Taastrup ásamt fjölskyldu sinni en hún var ein heima er skotárásin hófst.

Tina slapp ómeidd frá árásinni. Flestum skotunum var beint á aðaldyr hússins og rúðum á framhlið þess en þegar árásin hófst var Tina að horfa á sjónvarpið á öðrum stað í húsinu. Lögreglan lýsir eftir bíl með tveimur eða þremur persónum í sem sást við húsið um það leiti sem árásin var gerð. Engar kenningar eru komnar fram um ástæðuna fyrir þessari árás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×