Erlent

Einn maður ábyrgur fyrir skotárásunum í Bandaríkjunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristniboðsskólinn, þar sem fyrri árásin var gerð
Kristniboðsskólinn, þar sem fyrri árásin var gerð

Maðurinn sem hóf skotárás á trúboðsskóla og kirkju í Colorado fylki í Bandaríkjunum í gær hét Matthew Murray og var fyrrum starfsmaður hjá trúboðsskólanum, segir heimildarmaður CNN.

Fjórir létust í skotárásunum, auk árásarmannsins. Fimm særðust. Murray hafði verið meðlimur í New Life kirkjunni um nokkurt skeið, en hrökklaðist svo úr henni og hafði eftir það haft í hótunum við kirkjuna.

Murray skaut á fólk í trúboðsskólanum í Arvada, snemma um morguninn, keyrði svo að New Life kirkjunni í Colorado Springs. Hann var með töluvert magn af skotfærum. Murray henti reyksprengju að hópi fólks sem stóð fyrir utan einn innganginn. Hann ók svo að öðrum inngangi að kirkjunni og skaut inn í bíl, sem var þar fyrir utan, með þeim afleiðingum að tvær stúlkur létust og faðir þeirra særðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×