Erlent

Við höfum staðið í stríði við jörðina

Al Gore og Rajenda Pachauri tóku í dag við friðarverðlaunum Nóbels fyrir baráttu sína í loftlagsmálum.
Al Gore og Rajenda Pachauri tóku í dag við friðarverðlaunum Nóbels fyrir baráttu sína í loftlagsmálum. MYND/AP

Við höfum kastað á glæ miklum tíma og í raun staðið í stríði við jörðina, sagði Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, þegar hann tók við friðarverðlaunum Nóbels ásamt Rajenda Pachauri, yfirmanni loftlagsráðs Sameinuðu þjóðanna, í Osló í dag.

Gore sagði tíma til kominn að vinna við framtíðina hæfist og eggjaði þannig þjóðir heims til þess að ná samkomulagi um nýjan loftlagssáttmála í stað Kyoto-bókunarinnar sem rennur úr árið 2012.

Gore sagð enn fremur í ræðu sinni þegar að nú væri tími til kominn að bretta upp ermarnar í loftlagsmálum. „Við höfum allt sem við þurfum nema pólitískan vilja og hann endurnýjanleg auðlind. Endurnýjum hana saman," sagði Gore.

Pachauri sagði í ræðu sinni í Osló að það væri mikill heiður að fá friðarverðlaun Nóbels og þakkaði samstarfsmönnum sínum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þá sagði hann hlýnun lofthjúpsins vegar ótvíræða og hnattræna hlýnun síðustu 50 ára mætti að mestu rekja til vaxandi gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu.

Al Gore sagði fyrr í dag hann hefði árangurslaust reynt að fá Bush forseta og stjórn hans til að samþykkja Kyoto-bókunina. Ekki skipti máli hvort repúblikanar eða demókratar fari með sigur af hólmi í forsetakosningum í Bandaríkjunum á næsta ári - næsti forseti Bandaríkjanna muni breyta afstöðu landsins frá því sem nú er. Því sé líklegt að Bandaríkin muni í náinni framtíð hafa uppbyggilegri afstöðu til loftslagsmála heldur en nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×