Erlent

Barist við elda á Kengúrueyju

Slökkviliðsmenn á Kengúrueyju í Ástralíu berjast nú við mikla skógarelda á þremur vígstöðum.

Búið er að lýsa hluta eyjunnar hættusvæði, sem þýðir að umferð fólks um svæðið er takmörkuð. Búist er við þyrlum með mikla lyftigetu síðar í dag, sem verða notaðar til að hella slökkviefni á eldana. Þrátt fyrir aðgerðir slökkviliðs er talið líklegt að skógurinn brenni fram í næstus viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×