Erlent

Mikill meirihluti Dana vill nýjan ESB-samning

Danir myndu samþykkja nýjan Evrópubandalagssamning með miklum meirihluta samkvæmt skoðanakönnun sem Catinet hefur gert fyrir Ritzau-fréttastofuna.

 

Í könnuninni svörðuðu 42% játandi, 17% sögðu nei og 41% hefur ekki tekið afstöðu til málsins. Í þessari könnun var einnig spurt hvort rétt væri að kjósa að nýju um málið, eins og stjórn Anders Fogh Rassmussen ætlar að gera. Voru 46% því hlynntir. Hinsvegar vildu 36% að málið yrði afgreitt í þinginu.

 

Í könnun sem Ritzau gerði í júlí vildu 53% Dana þjóðaratkvæðagreiðslu um málið en í október var þetta hlutfall komið í 59%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×