Erlent

Franskir hjálparstarfsmenn ákærðir fyrir að ræna börnum

Forseti Tsjad, Idriss Deby, heimsótti börnin eftir að þeim hafði verið komið fyrir á munaðarleysingjahæli eftir ránið.
Forseti Tsjad, Idriss Deby, heimsótti börnin eftir að þeim hafði verið komið fyrir á munaðarleysingjahæli eftir ránið. MYND/AP

Yfirvöld í Afríkuríkinu Tsjad hafa ákveðið að ákæra sex franska hjálparstarfsmenn sem grunaðir eru um að hafa reynt að smygla rúmlega 100 börnum frá landinu til Evrópu í október síðastliðnum.

Fólkið verður ákært fyrir mannrán og fjársvik. Frá þessu greindi lögmaður sexmenninganna í dag. Þá verða fjórir Tsjadar einnig ákærðir fyrir mannrán í málinu.

Upp komst um málið á flugvelli í Tsjad í október þegar flytja átti börnin úr landi. Fulltrúar frá frönsku hjálparsamtökunum Zoe's Ark héldu því fram að börnin væru munaðarleysingjar frá Darfur-héraði í Súdan en í ljós kom að flest barnanna áttu foreldra á lífi í Tsjad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×