Erlent

Páfagaukur krafinn um stöðumælisgjöld

Málaferli eru nú hafin í grísku borginni Patras þar sem páfagaukurinn Coco er sakborningurinn.

Bílastæðasjóður borgarinnar vill að eigandi Coco borgi rúmlega 36 þúsund krónur þar sem stórum standi, með priki páfagauksins, hafði verið lagt ólöglega í bílastæði fyrir framan búð eigenda Cocos.

Coco er velþekktur meðal borgarbúa og er raunar nokkurskonar lukkudýr þeirra. Eigandi Coco segir að páfagaukurinn muni hreinlega drepast úr leiðindum ef hann neyðist til að færa prikið hans inn í búðina aftur. Coco sé mikil félagsvera sem þrífist best í margmenni utandyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×