Erlent

Svínabóndi fundinn sekur um fjöldamorð

Teikning af Pickton fyrir dómi.
Teikning af Pickton fyrir dómi. MYND/AP

Kanadíski svínabóndinn Robert Pickton var í dag sakfelldur fyrir morð á sex konum sem hann drap á bóndabæ sínum fyrir utan borgina Vancouver. Pickton var dæmdur í lífsstíðarfangelsi fyrir ódæðin en hann mun fara á ný fyrir rétt og þá verður hann ákærður fyrir 20 morð en hann er grunaður um að hafa myrt 26 vændiskonur á margra ára tímabili. Bóndinn sem er 58 ára gamall, drap konurnar í sláturhúsi bóndabæjarins, hlutaði þær síðan niður og gaf svínum sínum.

Við rannsókn málsins fundust líkamsleifar kvennana á bænum og vitni bar að hann hefði séð Picton skera í sundur lík í sláturhúsinu. Verjendur hans reyndu að sannfæra kviðdóminn um að þessar staðreyndir sönnuðu ekki að Pickton hefði orðið konunum að bana, en kviðdómur tóku ekki mark á þeirri röksemdarfærslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×