Erlent

Tveir létust í skotárás í Colorado

Kristniboðaskólinn þar sem árásin var gerð.
Kristniboðaskólinn þar sem árásin var gerð.

Tveir eru látnir og tveir aðrir særðir eftir að byssumaður hóf skothríð í kristniboðaskóla í Denver í Colorado ríki í Bandaríkjunum í dag. Maðurinn sem er talinn hafa verið einn að verki, gekk inn í skólann, skaut fólkið og forðaði sér síðan á hlaupum. Maður og kona létust í árásinni og einn hinna særðu mun vera alvarlega slasaður.

Ekki er vitað hvað manninum gekk til en hann er sagður vera um tvítugt, hvítur á hörund og líklega með gleraugu og skegg. Hans er nú ákaft leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×