Erlent

Breyttir tímar hjá Chavez

Hugo Chavez, forseti Venesúela.
Hugo Chavez, forseti Venesúela. MYND/AFP

Hinn litríki forseti Venesúela, Húgó Chavez hefur tekið ákvörðun um að breyta klukkunni í landinu og tekur breytingin gildi í dag. Ákveðið hefur verið að færa klukkuna aftur um hálftíma til þess að nýta dagsljósið betur, að því er forsetinn segir.

„Mér er sama hvort menn kalli mig bilaðan, þessu verður breytt," sagði forsetinn í viðtölum við fjölmiðla. Gagnrýnendur Chavez hafa hins vegar bent á að breytingin sé vita gagnslaus og eina ástæðan fyrir henni sé sú að Chavez geti ekki hugsað sér að vera á sama tímabelti og erkióvinurinn Bandaríkin.

Tímabreytingin gerir það að verkum að Venesúela verður nú fjórum og hálfum tíma á eftir Greenwich tíma (GMT) og úr takti við alla nágranna sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×