Erlent

Nóbelsverðlaunin afhent á morgun

Al Gore fær Nóbelinn á morgun í Osló.
Al Gore fær Nóbelinn á morgun í Osló.

Yfirmaður loftslagsráðs Sameinuðu þjóðanna, Rajentra Pachauri, kom til Óslóar í dag til þess að taka á móti friðarverðlaunum Nóbels. Loftslagsráðið og Al Gore fá friðarverðlaunin í ár fyrir starf sitt í tengslum við loftslagsbreytingar.

Gore er þegar kominn til Óslóar en afhendingin fer fram á morgun. Á sama tíma eru fulltrúar 180 ríkja á Bali að semja um næstu skref í aðgerðum til að koma í veg fyrir hlýnun jarðar. Pachauri og Gore fara báðir til Bali eftir athöfnina og ávarpa þar loftslagsfundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×