Erlent

Frú Darwin handtekin við heimkomuna

Anne Darwin, eiginkona mannsins sem hvarf í fimm ár, var handtekin við komu sína til Bretlands. Maður hennar, John, var formlega ákærður í gær fyrir að verða sér úti um vegabréf með ólöglegum hætti og fyrir fjársvik.

Anne Darwin hefur lýst því hvernig þau hjónin bjuggu saman í þrjú ár, og leyfðu sonum sínum að halda að faðir þeirra væri látinn. Hún fékk dánarbætur fyrir mann sinn og gat þannig losnað við skuldir sem höfðu hrannast upp.

Hún var handtekin á Manchester flugvelli og verður yfirheyrð í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×