Erlent

Sex féllu fyrir sprengju í Pakistan

Pakistanskar öryggissveitir.
Pakistanskar öryggissveitir.

Sex menn féllu fyrir sjálfsvígssprengju í Swat dalnum í norðvesturhluta Pakistans í dag, þeirra á meðal tvö börn og lögreglumaður.

Mikil spenna er í dalnum, sem er vígi pakistanskra talíbana nálægt landamærunum við Afganistan. Pakistanski herinn réðst gegn vopnuðum sveitum í dalnum í síðasta mánuði.

Talibanar hafa hörfað upp í fjallaskörð norðarlega á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×