Erlent

Umhverfissinnar hvetja til aðgerða

Mótmælt var víða um heim í dag.
Mótmælt var víða um heim í dag. MYND/AP

Þúsundir umhverfisverndarsinna mótmæltu á götum Lundúna, Berlínar, Stokkhólms og fleiri borga heimsins í dag. Með mótmælunum vilja unmhverfissinnarnir þrýsta á leiðtoga heimsins sem nú sitja umhverfisráðstefnuna á Balí til þess að grípa til tafarlausra aðgerða gegn vaxandi hlýnun jarðar.

Í Lundúnum safnaðist mannfjöldinn saman fyrir framan bandaríska sendiráðið í borginni en Bandaríkjamenn þykja hafa dregið lappirnar á ráðstefnunni og eru tregir til þess að skrifa undir yfirlýsingu þar sem þjóðir heims lofa að leggja sitt af mörkunum í baráttunni.

Eins og oft áður ber ekki öllum saman hve margir mættu til að mótmæla. Lögreglan í Lundúnum segir að 2000 manns hafi verið á svæðinu en skipuleggjendur segja 7000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×