Erlent

Mugabe harðlega gagnrýndur í Lissabon

Mugabe er sagður hafa lagt efnahag lands síns í rúst.
Mugabe er sagður hafa lagt efnahag lands síns í rúst. MYND/AP

Á leiðtogafundi Evrópusambandsins og Afríkusambandsins sem nú fer fram í Lissabon í Portúgal hafa Evrópskir ráðamenn látið þung orð falla í garð Roberts Mugabe, forseta Zimbabve. Angela Merkel, kanslari Þýskalands sagði í ræðu í morgun að ástandið í Zimbabve væri að eyðileggja ímynd Afríku. Koma Mugabe til fundarins hefur vakið mikið umtal en Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hætti við að mæta á fundinn þegar í ljós kom að Mugabe myndi mæta.

Merkel sagði að Evrópusambandslöndin væru einróma í afstöðu sinni til Zimbabve. Anders Fogh Rasmussen gagnýndi Mugabe einnig harðlega á blaðamannafundi og kallaði hann glæpamann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×