Erlent

Mengunarslys í Suður-Kóreu

MYND/Getty

Olía er farin að berast á land í Suður-Kóreu eftir árekstur olíutankskips og pramma. Rúmlega tíu þúsund tonn af olíu láku úr tankskipinu. Þrátt fyrir viðleitni stjórnvalda til að koma í veg fyrir að olían breiðist út þá mengar hún nú vinsæla strönd þjóðgarðs, sem er meðal annars mikilvægur áningarstaður farfugla.

Um tólf hundruð íbúar á þessum slóðum taka þátt í að hreinsa ströndina af olíu. Olíuskipið var við akkeri úti fyrir höfn suðvestur af höfuðborginni Seoul þegar prammi sigldi á skipið með þessum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×