Erlent

Lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Gísla Þorkelssyni

Willie Theron, sem sakfelldur var í síðasta mánuði fyrir morðið á Gísla Þorkelssyni í Suður-Afríku vorið 2005, var í morgun dæmdur í lífstíðar fangelsi fyrir ódæðið.

Willie Theorn neitaði sök en samverkakona hans, Desiree Oberholzer, játaði aðild sína og hlaut tuttugu ára fangelsisdóm í fyrra.

Theron og Oberholzer myrtu Gísla til að komst yfir peninga hans. Líkið fannst um einum og hálfu mánuði eftir ódæðið, steypt í ruslatunnu.

Theron var sakfelldur í síðasta mánuði og í morgun var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi. Dómari í málinu sagði Theron forhertan glæpamann sem hefði notfært sér traust Gísla á honum.

Auk Therons voru voru þrír til viðbótar dæmdir vegna málsins í morgun. Kona hans, Linda, fékk fimm ára fangelsisdóm fyrir aðild að fjársvikum. Andre Koekemoer og Hendrik Breedt fengu þriggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir ólöglega skotvopnaeign. Hvorugt þeirra var talið hafa átt beina aðild að morðinu.

Morðvopnið er enn ófundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×