Erlent

Leiðtogafundurinn í Höfða er Arnold minnistæður

Arnold Schwarzenegger.
Arnold Schwarzenegger.
Arnold Schwarzenegger, hasarmyndahetja, vöðvabúnt og ríkisstjóri Kalíforníu, segir að leiðtogafundurinn í Höfða sé sá atburður sem honum sé einna minnistæðastur síðan hann fékk bandarískan ríkisborgararétt. Schwarzenegger var staddur á ráðstefnu í Stanfod háskóla þegar hann sagði þetta en þar var rætt um leiðir til þess að losa heiminn við kjarnavopn.

„Þarna voru leiðtogar valdamesltu ríkja heims samankomnir til þess að ræða af alvöru möguleikann á því að útrýma kjarnavopnum," sagði Arnold í Stanford. „Þvílíkur möguleiki, ég man enn hve spenntur ég var."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×