Erlent

Þúsundir tonna af olíu leka í Gulahafið

MYND/AP

Þúsundir tonna af olíu hafa lekið í sjóinn í Gulahafi undan ströndum Suður-Kóreu eftir að olíuflutningaskip lenti í árekstri við kranapramma þar.

Talið er að um 10.000 tonn séu þegar komin í sjóinn en um 15 skip eru á svæðinu og reyna að koma í veg fyrir frekari leka. Óhappið átti sér stað í nótt en stjórnvöld í Suður-Kóreu segja að ekki sé mikil hætta á að olían reki á land eins og straumum og vindum er háttað á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×