Erlent

CIA eyðilagði upptökur af yfirheyrslum yfir al-Qaida liðum

Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur viðkennt að hafa eyðilagt tvær myndbandaupptökur af yfirheyrslum yfir hryðjuverkamönnum Al-Qaida samtakanna

Að sögn CIA voru upptökurnar eyðilagðar til að vernda nafnleynd þeirra sem stóðu að þeim. Að sögn The New York Times voru upptökurnar eyðilagðar þar sem þær sýna að pyntingar voru notaðar við yfirheyrslurnar. Upptökurnar voru eyðilagðar árið 2005 þegar verið var að rannsaka yfirheyrsluaðferðir CIA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×