Erlent

Norður-Kóreumenn standi við samninga varðandi kjarnorkuáætlanir

MYND/Retuers

George Bush Bandaríkjaforseti hefur skrifað Kim Jong-il, forseta Norður-Kóreu, bréf þar sem fram kemur að norðurkóresk yfirvöld verði að gefa upp öll atriði kjarnorkuáætlanna sinna og standa þannig við loforð sín.

Að sögn talsmanns Hvíta hússins skrifaði Bush leiðtogum allra ríkjanna fjögurra sem tekið hafa þátt í viðræðum við Norður-Kóreumenn um kjarnorkuáætlun þeirra. Samkomulag var gert fyrr á árinu en með því átti að koma í veg fyrir að Norður-Kóreumenn kæmu sér upp kjarnavopnum.

Stjórnvöld í Pyongyang lokuðu í júlí síðastliðnum aðalkjarnakljúfi sínum en í staðin fá Norður-Kóreumenn bæði aðstoð í formi matar og olíu. Þá áttu Norður-Kóreumenn einnig að afhenda allar upplýsingar um kjarnorkuáætlun sína fyrir árslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×