Erlent

Grunuð um að hafa myrt fimm syni sína

Fimm barna móðir í Þýskalandi var í dag send á geðveikrahæli, grunuð um að hafa myrt fimm syni sína.

Konan, sem er 31 árs, hringdi á lögreglustöð í gær og sagði að synir sínir væru látnir. Þegar lögregla kom á staðinn voru drengirnir, á aldrinum þriggja til níu ára, allir látnir.

Þau áttu heima í þorpinu Darry í norðanverðu Þýskalandi. Verið er að rannsaka málið en lögregla segir að konan sé svo sjúk að ekki sé hægt að yfirheyra hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×