Erlent

Málverk eftir Turner selt á 400 milljónir

Málverk eftir hinn þekkta breska listmálara Joseph Turner var selt á uppboði hjá Sothebys fyrir um 400 milljónir króna í gær.

Verkinu, sem er af Bamborough kastala, hefur verið lýst sem fegurstu vatnislitamynd í heiminum. Verkið var talið týnt og tröllum gefið og hafði ekki sést í 120 ár þegar það kom á uppboðið.

Á þessum tíma hefur verið í einkasafni Vanderbilt fjölskyldunnar í Bandaríkjunum en hún ákvað að selja það nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×