Erlent

Tugþúsundir Kínverja fluttir vegna olympíuleikanna

Undirbúningur kínverskra stjórnvalda fyrir sumarolympíuleikanna í landinu á næsta ári er í fullum gangi. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt harðlega þann mikla fjölda fólks sem fluttur hefur verið af heimilum sínum vegna uppbyggingarinnar í kringum nýja leikvanga.

Svissnesku samtökin COHRE segja að 13.000 einstaklingar séu fluttir af heimilum sínum í hverjum mánuði yfir í annað húsnæði sem stjórnvöld skaffi þeim. Tala þeirra sem missa heimili sín vegna olympíuleikanna muni nema um hálfri annarri milljón þegar upp er staðið.

Stjórnvöld í Kína og borgarstjórn Bejing þar sem leikarnir verða haldnir hafa ekki hlustað á gagnrýni fjölda mannréttindasamtaka vegna málsins. Stjórnvöldin halda því fram að tölur um fjölda einstaklinga sem hafa verið fluttir séu verulega ýktar. Þar að auki kvarti fáir yfir því húsnæði og skaðabótum sem stjórnvöld útvegi þeim í staðinn.

Mannréttindasamtök benda á að það séu einkum húsnæði fátæks fólks sem sé tekið eignarnámi, oft heilu hverfin, sem síðan eru jöfnuð við jörðu til að skapa pláss fyrir leikana. Þar að auki fá fólk oftast mjög frest til að koma sér í burtu, í sumum tilfellum engan frest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×