Erlent

Mannskæð árás í Bagdad

MYND/AP

Fjórtán manns hið minnsta létust og 28 særðust í bílsprengjuárás nærri mosku sjía í Bagdad í dag. Þetta er mannskæðasta árás sem gerð hefur verið í borginni í tvo mánuði.

Sprengingin varð um fimmleytið að íröskum tíma þegar menn voru að safnast saman til kvöldbæna í moskunni. Árásin er gerð á sama tíma og Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er í heimsókn í Írak en hann var staddur á svokölluðu grænu svæði í Bagdad þegar sprengingin varð. Ekki liggur fyrir hver ber ábyrgð á árásinni.

Sjálfsmorðsárásum og ofbeldisverkum hefur fækkað töluvert í Írak að undanförnu en Bandaríkjamen segja sigur gegn uppreisnarmönnum ekki unninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×