Erlent

Tekið verði tillit til skýrslu við ákvörðun refsiaðgerða

Sergei Lavrov, sem er hér til hægri, segir að taka verði tillit til nýrrar skýrslu um kjarnorkuáætlanir Írana þegar frekari refsiaðgerðir eru ákveðnar.
Sergei Lavrov, sem er hér til hægri, segir að taka verði tillit til nýrrar skýrslu um kjarnorkuáætlanir Írana þegar frekari refsiaðgerðir eru ákveðnar. MYND/AP

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að taka þurfi tillit til nýrrar skýrslu bandarískra leyniþjónustustofnana þegar ræddar verði frekari refsiaðgerða gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra.

Í skýrslunni segir að stjórnvöld í Teheran hafi lagt áform um smíði kjarnorkuvopna á hilluna fyrir fjórum árum. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að það breytti því ekki að Íranar og kjarnorkuáætlun þeirra væru ógn við umheiminn.

Íranar líta á skýrsluna sem sigur. Í morgun sagði Ahmadinejad Íransforseti að ekki yrði hvikað frá markaðri stefnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×