Erlent

Framkvæmdastjórn ESB vill áfram viðræður við Tyrki

MYND/AP

Evrópusambandið ætti að halda áfram viðræðum við Tyrki um aðild að sambandinu þrátt fyrir andstöðu Þjóðverja.

Þetta sagði talsmaður framkvæmdstjórnar ESB á blaðamannafundi í morgun. Vangaveltur hafa verið um framhald viðræðnanna eftir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði á þingi Kristilega demókrataflokksins í gær að hún væri andsnúin inngöngu Tyrkja í sambandið. Vildi hún fremur að Tyrkir gerðu samning við sambandið sem fæli í sér sérstök fríðindi fyrir Tyrki.

Nicholas Sarkozy, forseti Frakklands, hefur viðrað svipaðar hugmyndir en Frakkar og Þjóðverjar eru áhrifamiklir í hinu 27 ríkja sambandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×