Erlent

Bíræfinn bjórþjófur rændi Guinness í Dublin

Bíræfinn þjófur á Írlandi fann óvenjulega leið til að útvega sér jólabjórinn í ár. Hann ók vörubíl inn Guinness ölgerðina í Dublin og ók síðan út aftur með aftanívagn fullan af bjórkútum.

Um var að ræða 180 kúta af Guinness, 180 kúta af Budweiser og 90 kúta af Carlsberg. Samtals eru þetta 36.000 stórir bjórar og andvirði þýfisins nemur um sex milljónum króna.

Þetta er í fyrsta sinn sem rán af þessu tagi er framið hjá Guinness í Dublin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×