Erlent

Komust á þing út á nafnið

Fjöldi frambjóðenda í dönsku þingkosningunum nýlega breytti eftirnafni sínu til þess að komast ofar á kjörseðilinn. Nyhedsavisen segir að í flestum tilvikum hafi stjórnmálamenn dregið fram ættarnafn, sem þeir annars hafi verið hættir að nota.

Ein kona, Pernille Vigsö, sem hafði tekið upp ættarnafn eiginmanns síns lét þannig skrá sig undir upphaflegu ættarnafni, Bagge, og var kjörin á þing. Hún þakkar kjörið nafninu, sem var ofarlega á kjörseðlinum.

Á kjörseðlinum eru nöfnin í stafrófsröð - en frambjóðendur segja að margir kjósendur geri sér ekki grein fyrir því að flokkarnir hafi ekki raðað fólki á seðilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×