Erlent

Búist við að Rasmussen boði til kosninga í dag

Anders Fogh Rasmussen.
Anders Fogh Rasmussen. MYND/AFP

Búist er við því að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra boði til kosninga í dag. Danskir miðlar hafa þetta eftir heimildamönnum út stjórnarliðinu.

Rasmussen hefur óskað eftir því að ávarpa þingið klukkan ellefu og er talið víst að hann boði til kosninga. Rasmussen þarf ekki að boða til kosninga fyrr en 2009 en miklar vinsældir í skoðannakönnunum undanfarið og stöðugt efnahgagskerfi er sögð ástæða þess að hann stekkur til nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×